Hreinsun

Hreinsun

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
27. október 2011

Tegund verks
Leiksýning

„Því að sá sem semur sig að þeim sem hafa völdin mun búa við öryggi…“

Áleitið og óvægið skáldverk sem vakið hefur mikið umtal. Í senn saga um baráttu kúgaðra og niðurlægðra einstaklinga og reynslu heillar þjóðar af harðstjórn og ófrelsi.

Hreinsun er meðal umtöluðustu skáldverka undanfarinna ára. Leikritið var frumflutt í finnska Þjóðleikhúsinu árið 2007 og í kjölfarið skrifaði höfundurinn skáldsögu upp úr efni þess sem farið hefur líkt og eldur í sinu um Evrópu, víða orðið metsölubók og sankað að sér verðlaunum. Oksanen hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hreinsun á liðnu ári. Skáldsagan kom út hjá Máli og menningu í fyrra og hefur notið mikillar hylli íslenskra lesenda.

Leikritið hefst stuttu eftir að Eistland öðlast sjálfstæði á tíunda áratug liðinnar aldar. Á litlum eistneskum sveitabæ býr gömul kona, Aliide, safnar jurtum og sultar ber, líkt og gert hefur verið kynslóð fram af kynslóð í þessari sveit. Einn morguninn finnur hún unga ókunna stúlku, Zöru, í garðinum hjá sér illa til reika og á flótta. Þessar tvær konur, sem virðast ekki þekkjast, búa báðar yfir leyndarmálum sem þær vilja ekki ljóstra upp um en smám saman kemur í ljós að leyndir þræðir tengja örlög þeirra saman. Þessi óvænta heimsókn neyðir eldri konuna, Aliide, til að takast á við sársaukafulla hluti úr fortíð sinni og fortíð þjóðar sinnar og hverfa aftur til þess tíma þegar hún var ung og ástfangin, og kommúnistar hertóku landið. En um leið og fortíðin herjar á Aliide eru miskunnarlausir kúgarar Zöru á hælum hennar.

Hreinsun er einstaklega áhrifamikið verk um ást, grimmd og svik, og örvæntingarfulla baráttu manneskjunnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niðurlægingu og verða heil að nýju.

Höfundur
Sofi Oksanen

Þýðing
Sigurður Karlsson

Leikstjórn
Stefán Jónsson

Leikarar
Ólafur Egill Egilsson
Pálmi Gestsson
Stefán Hallur Stefánsson
Þorsteinn Bachmann

Leikkonur
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Búningar
Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Tónlist
Paul Corley