Hoppala

Sviðssetning
Dari Dari Dance Company 

Sýningarstaður
Norræna húsið

Frumsýning
12. janúar 2008

Tegund
Dansverk

Darí Darí Dance Company er skipað þremur atvinnudönsurum, Guðrúnu Óskarsdóttur, Ingu Maren Rúnarsdóttur og Kötlu Þórarinsdóttur, sem allar hafa stundað framhaldsnám í dansmennt við virta dansskóla í London og Stokkhólmi. Þær hafa allar unnið með dansflokkum og danshöfundum víðs vegar um Evrópu.

Sem virkir og skapandi listamenn vilja þær efla listformið dans á Íslandi og sýna frumkvæði í verki með því að setja upp þessa sýningu, svo og hvetja aðra unga listamenn til að kom verkum sínum á framfæri. Brot úr verkinu, Hoppala, var sýnt í Jóladagatali Norræna Hússins, 2. desember 2007.

Verkið, Hoppala, er dansverk byggt á samvinnu þriggja dansara og eins tónlistarmanns.  Verkið gerist í afmörkuðu rými, nánar tiltekið á salerni, og fjallar um mismunandi aðstæður og uppákomur sem þar eiga sér stað eftir því hver á í hlut. Rýmið setur ramma utan um atvikin og tengir þau saman. Verkið fjallar því um einstaklinga sem hafa ef til vill ekkert sameiginlegt annað en að vera í sama rými á sama tíma.

Tónlist
Lydía Grétarsdóttir

Danshöfundar
Guðrún Óskarsdóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Katla Þórarinsdóttir

Dansarar
Guðrún Óskarsdóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Katla Þórarinsdóttir