Heldrapönk

Heiti verks
Heldrapönk

Lengd verks
30 mín í flutningi

Tegund
Dansverk

Um verkið
Heldrapönk er verk þar sem sex einstaklingar á aldrinum 65 ára og eldri taka þátt í sex daga námskeiði sem er leitt og þróað af Gígju Jónsdóttur. Þar stofna þátttakendur í sameiningu pönkhljómsveit, þróa hugsjón og siðareglur hennar, skrifa texta, semja lög og margt fleira. Verkið er óður til DIY menningar (Do It Yourself, Gerðu hlutina sjálf/ur) og veitir þátttakendum frelsi til þess að skapa innan hugmyndafræði pönksins þar sem útrás og æðruleysi ræður ríkjum.
Draumar urðu að veruleika og hver sem er gat gert hvað sem er!
Verkinu „lauk“ með frumraunartónleikum hinnar nýstofnuðu pönkhljómsveitar, Áfram með smjörlíkið.

Sviðssetning
Verkið var sett upp í samstarfi við Reykjavík Dance Festival, unnið á Dansverkstæðinu og sýnt í Iðnó.

Frumsýningardagur
23. nóvember, 2019

Frumsýningarstaður
Iðnó

Danshöfundur
Gígja Jónsdóttir

Dansari/dansarar
Erna Stefánsdóttir, Júlía Hannam, Sigrid Anna Jósefsdóttir Felzmann, Sigurlína Jóhannsdóttir Tómas Andrés Tómasson, Yngvi Örn Guðmundsson.

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.gigjajonsdottir.com