Hedda Gabler

Hedda Gabler

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
26. febrúar 2011

Tegund verks
Leiksýning

Ein mest ögrandi og umdeildasta kvenpersóna leikbókmenntanna.

„Stundum held ég að líf mitt snúist um að deyja úr leiðindum.“

Að lokinni sex mánaða brúðkaupsferð kemur Hedda Gabler heim í glæsilega einbýlishúsið sitt. Fastráðning eiginmanns hennar við háskólann er á næsta leiti, tilveran er þægileg og framtíðin hefur verið kortlögð. En það líður ekki nema sólarhringur þar til Heddu hefur tekist að mölva þessa fullkomnu mynd. Hvenær verður krafa nútímamannsins um öryggi að rammgerðu fangelsi? Og hvað gerist þegar við reynum að sleppa út?

Í þessu sígilda leikriti ræðst Ibsen að kjarna þeirra borgaralegu lífsgilda sem móta líf nútímamanna og stýra löngunum þeirra og ótta. Er Hedda Gabler fórnarlamb aðstæðna sinna, skarpgreind og viljasterk hetja sem berst gegn ofurvaldi samfélagsins eða er hún persónuleikatruflaður einstaklingur sem svífst einskis til að svala löngun sinni í vald yfir öðrum manneskjum?

Höfundur
Henrik Ibsen

Þýðing
Bjarni Jónsson

Leikstjórn
Kristín Eysteinsdóttir

Leikkona í aðalhlutverki
Ilmur Kristjánsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Eggert Þorleifsson
Stefán Hallur Stefánsson
Valur Freyr Einarsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Brynhildur Guðjónsdóttir
Harpa Arnardóttir
Kristbjörg Kjeld

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Búningar
Filippía I. Elísdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson