Gyllti drekinn

Gyllti drekinn

Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
5. nóvember 2011

Tegund verks
Leiksýning

Á ósköp venjulegu kvöldi kynnumst við hópi fólks sem veit ekki að líf þess tengist með margslungnum hætti. Austurlenskur skyndibitastaður, Gyllti drekinn, einhvers staðar í Evrópu: Fimm Asíuættaðir starfsmenn í þröngu eldhúsi, einn er án landvistarleyfis og þjáist af heiftarlegri tannpínu.

Samstarfsfólk hans dregur tönnina með rörtöng. Hún lendir í súpuskál flugfreyju sem kastar henni síðar út í fljót. Kínverjanum blæðir út og er fleygt í sama fljót. Fyrir ofan veitingastaðinn býr gamall maður, hann á sér heita ósk sem enginn getur uppfyllt. Eigandi matvöruverslunar í sama húsi uppgötvar af tilviljun ábatasama en hryllilega hliðarstarfsemi. Ungu elskendurnir í þakíbúðinni verða fyrir því sem alls ekki má henda þau og í nágrenninu reynir húðlöt engispretta að þóknast maurnum svo hún frjósi ekki í hel.

Hvernig tengist líf mitt Kínverjanum sem ber fram Thai-súpu á veitingahúsinu handan götunnar? Tengjast örlög okkar? Hvernig? Erum við fær um að sjá tækifærin í tilviljunum sem á örskotsstundu breyta öllum okkar áætlunum í lífinu?

Höfundur
Roland Schimmelpfennig

Þýðing
Hafliði Arngrímsson

Leikstjórn
Kristín Eysteinsdóttir

Leikarar
Halldór Gylfason
Jörundur Ragnarsson
Sigurður Skúlason

Leikkonur
Dóra Jóhannsdóttir
Hanna María Karlsdóttir

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Kjartan Þórisson

Tónlist
Björn Kristjánsson (Borko)

– – –

Roland Schimmelpfennig (1967) er um þessar mundir þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og þau einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megineinkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna. Gyllti drekinn var valið besta leikritið í Þýskalandi árið 2010. Það segir sárar og skrítnar sögur af ólíku fólki. Fimm leikarar segja frá og leika allar persónur óháð kyni og aldri. Tilfinningaþrungið gamanleikrit um grimmd okkar alþjóðavædda tíma.