Grease

Sviðssetning
Loftkastalinn

Sýningarstaður
Loftkastalinn

Frumsýning
9. júní 2009

Tegund verks
Söngleikur

Sagan um krakkana í Rydell High skólanum á sér vísan stað í hjörtum margra en nú gefst nýrri kynslóð einstakt tækifæri á að upplifa allan ærslaganginn, dansinn og sönginn í einum vinsælasta fjölskyldusöngleik allra tíma. Um 25 leikarar, söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn gera Grease í Loftkastalanum að ógleymanlegri upplifun.

Kvikmyndina frá árinu 1978 þekkja nánast allir og gerði þau John Travolta og Oliviu Newton-John að stórstjörnum. Grease leit fyrst dagsins ljós í litlu leikhúsi í Chicago árið 1971. Söngleikurinn varð strax gífurlega vinsæll og hefur síðan þá verið fimm sinnum settur upp á Brodway. Uppfærslur Grease skipta hundruðum um heim allan og hefur söngleikurinn verið þýddur á yfir 20 tungumál. Hver kannast ekki við lög eins og “Hopelessly Devoted To You”, “Greased Lightnin”, “Sandy” og “Summer Nights”? Grease hefur tvisvar sinnum áður verið settur upp í atvinnuleikhúsi á Íslandi.

Höfundar
Jim Jakobs
Warren Casey

Þýðing
Veturliði Guðnason

Leikstjóri
Selma Björnsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Bjartur Guðmundsson

Leikarar í aukahlutverkum
Friðrik Ómar Hjörleifsson
Jógvan Hansen
Jón Jósep Snæbjörnsson
Magnús Jónsson
Sigurður Þór Óskarsson
Víðir Guðmundsson
Walter Grímsson
Þorleifur Einarsson
Ævar Þór Benediktsson 

Leikkona í aðalhlutverki
Ólöf Jara Skagfjörð

Leikkonur í aukahlutverkum
Aðalbjörg Árnadóttir
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
María Dalberg
María Þórðardóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir

Leikmynd
Brian Pilkington

Búningar
María Ólafsdóttir

Lýsing
Jón Þorgeir Kristjánsson

Hljóð
Bjarni Bragi

Söngvarar
Aðalbjörg Árnadóttir
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Bjartur Guðmundsson
Friðrik Ómar Hjörleifsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Jógvan Hansen
Jón Jósep Snæbjörnsson
Magnús Jónsson
María Dalberg
María Þórðardóttir
Ólöf Jara Skagfjörð
Sigurður Þór Óskarsson
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Víðir Guðmundsson
Walter Grímsson
Þorleifur Einarsson
Ævar Þór Benediktsson

Dansarar
Aðalbjörg Árnadóttir
Aðalsteinn Kjartansson
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Ásta Bærings
Bjartur Guðmundsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
María Dalberg
María Þórðardóttir
Ólöf Jara Skagfjörð
Sigurður Þór Óskarsson
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Víðir Guðmundsson
Walter Grímsson
Þorleifur Einarsson
Ævar Þór Benediktsson

Danshöfundar
Birna Björnsdóttir
Guðfinna Björnsdóttir


Tónlistarstjórn
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Hljómsveit
Benedikt Brynleifsson
Óskar Guðjónsson
Róbert Þórhallsson
Vignir Stefánsson
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Framleiðandi
Bjarni Haukur Þórsson