Fólkið í kjallaranum

Fólkið í kjallaranum

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið

Frumsýning
9. október 2010

Tegund verks
Leiksýning

Klara og Svenni búa í Hlíðunum í Reykjavík, eru í góðri vinnu og lífið brosir við þeim. Eitt fallegt sumarkvöld eiga þau von á vinum í mat. Lagt hefur verið á borð, grillið er klárt og tónlistin ómar. En í kvöld breytist allt…

Klara er neydd til að horfast í augu við sjálfa sig og sína nánustu. Atvik úr fortíðinni skjóta upp kollinum og fyrr en varir eru foreldrar hennar, systurdóttir og Barði í kjallaranum komin inn á gafl. Hugsjónir foreldra hennar og gildismat eigin kynslóðar eiga ekki samleið. Á þessu kvöldi uppgötvar Klara nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi.

Fólkið í kjallaranum er mögnuð, ljúfsár saga en um leið uppgjör við ‘68 kynslóðina og venjubundnar hugmyndir um lífið og tilveruna. 

Auður Jónsdóttir hefur verið í flokki fremstu rithöfunda þjóðarinnar síðustu ár.

Fólkið í kjallaranum kom út árið 2004 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin það ár og var síðar tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Síðan hefur bókin verið þýdd að fjölda tungumála og hlotið frábæra dóma víða um heim. 

Auður Jónsdóttir var fyrsta fastráðna leikskáld Borgarleikhússins og vinnur nú að ritun leikverks fyrir leikhúsið.

Höfundar
Auður Jónsdóttir
Ólafur Egill Egilsson

Leikstjórn
Kristín Eysteinsdóttir

Leikkonur í aðalhlutverkum
Ilmur Kristjánsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson
Jóhann Sigurðarson
Þröstur Leó Gunnarsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Birgitta Birgisdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Kristín Þóra Haraldsdóttir

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist/Hljóðmynd
Frank Hall