Fagrar heyrði ég raddirnar

Sviðssetning
Leikhópurinn Bandamenn

Sýningarstaður
Báturinn, Siglufirði

Frumsýnt
Í ágúst 2006

Tegund verks
Leiksýning

Sýning Bandamanna á Fagrar heyrði ég raddirnar var flutt á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Sýningin var sviðsett í báti og með tónlist, sumt gömul þjóðlög, annað nýtt í sama stíl eftir Guðna Franzson.

Efnið var ofið: Íslensk þjóðkvæði, sagnadansar, þulur, öfugmælavísur, barnagælur, og þjóðsögur. Samansett af Sveini Einarssyni sem var einnig leikstjóri. Áður hafði þetta verið flutt á vinnslustigi í Þjóðleikhúskjallarnum og síðar í útvarpi.

Leikstjóri
Sveinn Einarsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Felix Bergsson
Guðni Franzson
Jakob Þór Einarsson
Stefán Sturla Sigurjónsson

Leikkona í aðalhlutverki
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Tónlist
Guðni Franzson