Endastöð – Upphaf

Heiti verks
Endastöð – Upphaf

Lengd verks
1 klst.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Lab Loki
Endastöð – Upphaf
Tímamótastefnumót.
Í ár er Lab Loki 25 ára. Á þeim tímamótum býður hann til stefnumóts. Endastöð – Upphaf er sviðslistaverk sem fjallar um hina óverðskulduðu þrenningu: upphafið, ástina og dauðann.
Persónur á tímamótum eiga stefnumót, bjóða til veislu og bregða á leik.
Margs ber að minnast, mörgu ber að fagna og margt ber að kveðja, því: “Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komst burt”
Velkommen til Lab Loki´s gæstebud!

Sviðssetning
Endastöð – Upphaf er afrakstur skapandi ferlis sem hófst í „Vinnubúðum sveina í skammdeginu“ suður á Tenerife. Það voru þeir Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson sem byrjuðu þar að holdgera hugmyndir sem lengi höfðu legið í farvatninu. Síðar bættust fleiri í hópinn og lögðu sitt af mörkum, hver með sínum hætti og má því segja að verkið sé hópsköpun. Auk þeirra fjögurra sem stóðu á sviðinu komu Filippía Elísdóttir, Guðbrandur Loki Rúnarsson og Pétur Geir af Draugsætt að samningu verksins. Þeir tveir síðastnefndu áttu m.a. veg og vanda af myndvinnslunni.

Frumsýningardagur
16. mars, 2017

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Lab Loki – samvinna allra þátttakenda.

Leikstjóri
Rúnar Guðbrandsson

Danshöfundur
Aðalbjörg Árnadóttir o.fl.

Hljóðmynd
Kjartan Darri Kristjánsson o.fl.

Lýsing
Kjartan Darri Kristjánsson

Búningahönnuður
Filippía Elísdóttir

Leikmynd
Fillippía Elísdóttir

Leikarar
Árni Pétur Guðjónsson, Kjartan Darri Kristjánsson, Rúnar Guðbrandsson

Leikkonur
Aðalbjörg Árnadóttir,

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.labloki.is
www.facebook.com/Endastod/?view_public_for=605924302929974#