Ellý, alltaf góð

Sviðssetning
ArtFart

Sýningarstaður
Leikhúsbatteríið

Frumsýning
10. ágúst 2009

Tegund verks
Einleikur

Okkur er boðið í heimsókn til ungs manns sem einhverra hluta vegna á í erfiðleikum með að komast inn í íbúðina. Hann er með tösku á bakinu og í eyrunum Ellý Vilhjálmsdóttur. Hvaða maður er þetta og hvað er í bakpokanum?

Höfundur
Þorvaldur Þorsteinsson

Leikstjórn
Hlynur Páll Pálsson

Leikari í aðalhlutverki
Ævar Örn Benediktsson

Brúðugerð
Ólöf Haraldsdóttir

Elly1

– – – – – –

artFart hátíðin er tilraunavettvangur ungs listafólks sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við spyrjum okkur hver sé staða sviðslista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslistin glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Getum við skapað nýtt leikhús, leikhús sem skýtur rótum sínum í samtímanum og blómstrar eða er það dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins?

Við viljum brjóta upp staðalímynd leiklistar á Íslandi sem bókmenntagreinar og opna fyrir gagnrýna umræðu um formið sjálft, á þess eigin forsendum. Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki að finna upp hjólið en að okkar mati teljum við þessa hátíð nauðsynlega fyrir íslenskt listalíf og að hún muni stuðla að aukinni tilraunamennsku og rannsóknum sem nauðsynlegar séu fyrir framþróun listgreina á Íslandi.