Eldbarnið – hamfaraleikrit fyrir börn og fullorðna

Heiti verks
Eldbarnið – hamfaraleikrit fyrir börn og fullorðna

Lengd verks
55 mín

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Hvernig bregst lítil stúlka við þegar veröldin umturnast vegna ógnvænlegra náttúruhamfara?

Sólveig er söguhetjan í þessu nýja leikriti Möguleikhússins. Eftir gríðarlega jarðskjálfta verður stórt eldgos og skömmu seinna steypist hraunstraumur ofan af hálendinu. Sólveig og móðir hennar verða að flýja upp í fjallshlíð, þaðan sem þær horfa á bæinn sinn fara undir hraun. Við tekur ný og gjörbreytt tilvera, flótti og leit að húsaskjóli. Sólveig lendir í ævintýralegum aðstæðum sem hljóma fjarstæðukenndar fyrir íslensk börnum í dag en voru raunverulegar á þessum tímum.

Hér heldur Möguleikhúsið áfram umfjöllun um mannlíf í kjölfar Skaftárelda og Móðuharðinda, en síðasta vetur frumsýndi það einleikinn Eldklerkinn sem hlaut afburðagóðar viðtökur. Að þessu sinni eru atburðirnir skoðaðir frá sjónarhóli ungrar stúlku í nýju barnaleikriti sem ætlað er áhorfendum frá 9 ára aldri.

Sviðssetning
Möguleikhúsið

Frumsýningardagur
7. febrúar, 2015

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Pétur Eggerz

Leikstjóri
Sigrún Valbergsdóttir

Tónskáld
Kristján Guðjónsson

Hljóðmynd
Kristján Guðjónsson

Lýsing
Arnþór Þórsteinsson

Búningahönnuður
Guðrún Øyahals

Leikmynd
Guðrún Øyahals

Leikarar
Pétur Eggerz

Leikkonur
Andrea Ösp Karlsdóttir
Alda Arnardóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.moguleikhusid.is