Ekki beint, kannski

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
16. október 2008 

Tegund verks
Danssýning

Í október sýnir Íslenski dansflokkurinn fjögur ný verk þar sem hver höfundur skapar dúett fyrir tvo dansara flokksins. Viðfangsefnin eru sígild: Fegurð, þráhyggja, tilfinningar, átök og ástríða. Höfundar eru Gunnlaugur Egilsson. Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.

„Getur sönn vinátta sprottið af átökum og togstreytu? Stundum lærum við að meta fólk með því að takast á við það – þegar ýmislegt óvænt brýst upp á yfirborðið“.

Danshöfundur
Peter Anderson

Dansarar
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Katrín Á. Johnson

Flytjendur
Björn Ingi Hilmarsson
Unnur Birna Björnsdóttir

Búningar
Katrín Óskarsdóttir

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson

Peter Anderson hefur starfað hjá dansflokkum víða um Evrópu og er nú fastráðinn dansari hjá ÍD. Peter er fjölhæfur listamaður á sviði dans, myndlistar og kómedíu og hefur hlotið verðlaun fyrir leikhúsverk sín.

Peter hefur numið dans hjá ODSOX, SELTEC Dance Foundation, Weekend Arts College og Rambert School of Dance. Hann hefur dansað hjá Ballet Normandie, Aachen Stadt Theatre, Plan K, Charleroi/dance og Diversions Dance. Peter er einnig danshöfundur og hefur hann samið verk fyrir Serious Nostrils, Fat Lips, Eyeful Dance Project og Diversions.

Síðan Peter flutti til Íslands hefur hann samið dansverk fyrir leiksýningarnar Fjandmaður fólksins og Sól og Mána  sem sýndar voru í Borgarleikhúsinu. Hann gerði dans fyrir auglýsingu fyrir Toyota, samdi verkið Common Nonsense – evrópskt verkefni sýnt í Borgarleikhúsinu, Break a leg, fyrir dansleikhús JSB 2004. Peter samdi verk fyrir 25 tímar dansleikhús samkeppni LR og Íd 2003, 2004 og 2005 og það ár hlaut verk hans 12 points 2005 önnur verðlaun.

Hann samdi verkið Where do we go from this? fyrir Reykjavík Dansfestival 2004 og árið 2005 gerði hann 6 dansstuttmyndir fyrir hátíðina. Vorið 2004 tók Íd þátt í verkefni Tónlistar fyrir alla, þar sem farið var með dansverkefni í skóla á Suðurnesjum. Peter var með umsjón yfir því verkefni. Peter hefur gert nokkar dansmyndir eins og Chocolate Xmas og Home Improvements. Hann var einn tveggja fulltrúa Íslands í Break the Ice, norrænu dansverkefni, þar sem hann samdi dansverk ásamt Lettneskum listamanni. Peter hefur starfað sem dansari hjá Íd frá byrjun árs 2001 og semur nú verkið Critic’s Choice? fyrir Haustsýningu Íd 2005.

Image