Ég var einu sinni frægur

Heiti verks
Ég var einu sinni frægur

Lengd verks
80 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal leika sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir.

Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer algjörlega úr böndunum.

Gestur Einar heldur því fram að hann sé farastjóri, Alli að hann sé skemmtikraftur en Þráinn er einfaldlega einn gamalmennanna.

Leikararnir nota sögur úr eigin reynslu, Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út!

Í sýninguna fléttast leikhústónlist úr þeim verkum sem hafa staðið upp úr á 50 ára leiklistarferli.

Sviðssetning
Silfurtunglið

Frumsýningardagur
23. nóvember, 2012

Frumsýningarstaður
Ketilhúsið, Akureyri

Leikskáld
Jón Gunnar Þórðarson

Leikstjóri
Jón Gunnar Þórðarson

Leikmynd
Jón Gunnar þórðarson

Leikarar
Aðalsteinn Bergdal
Þráinn Karlsson
Gestur Einar Jónasson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
midi.is/leikhus/1/7285/