Djúpið

Djúpið

Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi á sígarettum, kaffi og veltingi. Enginn hefur minnsta grun um hvað er í vændum. Djúpið er frásögn úr íslenskum veruleika sem lætur engan ósnortinn. Þetta er óður til allra þeirra fjölmörgu, íslensku sjómanna sem í gegnum aldirnar hafa haldið á djúpið.

Höfundur sótti innblástur sinn til ótrúlegrar þrekraunar Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að skip hans Hellisey VE-503, fórst við Vestmannaeyjar aðfararnótt 11. mars árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust en hann komst einn lífs af eftir að hafa synt rúma fimm kílómetra og verið sex tíma í köldu Atlantshafinu.

Höfundur
Jón Atli Jónasson

Leikstjórn
Jón Atli Jónasson

Leikari
Ingvar E. Sigurðsson

Tónlist
Hilmar Örn Hilmarsson

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

– – – – –

Tími: 54:02

jonatli

hilmarorn