Cosi fan tutte

Sviðssetning
Íslenska óperan
Óperustúdíó Íslensku óperunnar 

Sýningarstaður
Íslenska óperan

Frumsýning
6. apríl 2008

Tegund
Sviðsverk – Ópera

Óperustúdíóið er vettvangur innan Íslensku óperunnar þar sem langt komnir og hæfileikaríkir söngnemendur syngja öll hlutverk og kór í óperuuppfærslu og tónlistarnemendur skipa ennfremur hljómsveitina. Listræn stjórn er hins vegar í höndum atvinnumanna og gefst nemendunum þannig kostur á að fá glögga innsýn í hið viðamikla verkefni sem full uppsetning óperu er.

Óperustúdíóið er nú haldið í fimmta sinn og er óhætt að segja að áhugi fyrir því hafi sjaldan verið meiri, því tugir nemenda sóttu um að fá að taka þátt í verkefninu í inntökuprófum í vetur. Úr varð að átta afar hæfileikamiklir upprennandi söngvarar skipta með sér sex aðalhlutverkum óperunnar, auk þess sem tuttugu manna kór skipar stóran sess í uppsetningunni.

Verkefni vorsins er ein skemmtilegasta ópera tónbókmenntanna Cosi van tutte eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Í óperunni segir frá vélabrögðum Don Alfonsos, sem fær þá hugdettu að láta reyna á ást og trygglyndi vina sinna, með óviðráðanlegum afleiðingum. Í þessum hildarleik koma upp margvíslegar aðstæður, bæði sprenghlægilegar og sárar og erfiðar. Óperan veltir um leið upp spurningum um mannlegt eðli, um grimmd, ást og loforð – og hvernig mannskepnan bregðist við þegar á hana er reynt.

Höfundur
Wolfgang Amadeus Mozart 

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Leikmynd
Guðrún Öyahals

Búningar
Katrín Þorvaldsdóttir

Lýsing
Páll Ragnarsson

Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason