Coming Up

Heiti verks
Coming Up

Lengd verks
40 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Dansverk um leitina að hápunktinum

Tveir danshöfundar ætla sér að skapa dansverk með fullkomnum hápunkti. Þegar á hólminn er komið eiga þeir erfitt með að dansa í takt, dansspor eru skilin eftir í lausu lofti, ein uppbygging tekur við af annarri, nýjar hugmyndir breyta stöðugt atburðarásinni og allar
tilraunir til að skapa hinn fullkomna hápunkt renna út í sandinn. Í öllum hamaganginum týnist hið ógleymanlega augnablik. Eftir standa hönd í hönd hið risastóra og hið smávægilega, hið venjulega og hið mikilfenglega, antí-klímaxinn og klímaxinn.

Sviðssetning
Hreyfiþróunarsamsteypan

Frumsýningardagur
22. mars, 2013

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Danshöfundur
Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Hljóðmynd
Baldvin Magnússon

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Búningahönnuður
Þyrí Huld Árnadóttir

Dansari/dansarar
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Katrín Gunnarsdóttir