Cavalleria Rusticana

Sviðssetning
Íslenska óperan

Sýningarstaður
Íslenska óperan

Frumsýning
29. september 2006

Tegund verks
Ópera

Óperan er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar og Elín Ósk Óskarsdóttir, stjórnandi kórsins, sem fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu í ár, syngur hlutverk Santuzzu. Aðrir einsöngvarar eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson Hörn Hrafnsdóttir og Þórunn Stefánsdóttir. Á sjöunda tug kórmeðlima úr Óperukór Hafnarfjarðar taka einnig þátt í sýningunni ásamt rúmlega fjörtíu manna hljómsveit Íslensku óperunnar.

Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky og leikstjóri Ingólfur Níels Árnason. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslenska óperan setur þessa vinsælu óperu á fjalirnar en hún var sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmlega fimmtíu árum. Sagan er sikileysk ástarsaga þar sem ástir og afbræýðisemi eru í aðalhlutverki.

Tónlistin úr óperunni hefur notið mikilla vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1890 bæði á óperusviðinu sem og í kvikmyndum og ýmis konar sjónvarpsefni og ættu flestir að kannast við brot úr verkinu. „Páskakórinn“ svokallaði úr Cavalleria Rusticana er reglulega fluttur af kórum um allt land á páskahátíðinni en óperan gerist einmitt á páskadag.

Höfundur
Pietro Mascagni

Leikstjóri
Ingólfur Níels Árnason

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Söngvarar
Elín Ósk Óskarsdóttir
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Hörn Hrafnsdóttir
Þórunn Stefánsdóttir