Bláskjár

Heiti verks
Bláskjár

Lengd verks
80 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Pabbi er loksins dauður. Systkinin Valter og Ella ætla sér flytja upp úr kjallaranum þar sem þau hafa kúldrast árum saman, en á efri hæðum hússins bjó faðir þeirra og upphaldsbarnið Eiríkur. Þau binda miklar vonir við flutningana því nú ættu draumar þeirra systkina um frægðarferil á sviði skvísubóka og ástarsamband við leigubílstjóra að geta ræst. En fyrst þarf að koma pabba gamla í gröfina og losa sig við uppáhaldsbarnið, helst fyrir fullt og allt. Valter og Ella eru fyrst og fremst Íslendingar sem mala um breytingar og betri tíð og reyna að endurnýta sig eftir undarlegustu leiðum.

Bláskjár er íslenskt gamandrama, með súrum keim, og fjallar um einlæga löngun tveggja systkina í Kópavogi (skammt frá Hamraborg) til að endurnýta sig og byrja lífið upp á nýtt. Reyndar fjallar það um sitthvað fleira, til dæmis feðraveldið, grimmdina, ofbeldið og veikburða getu okkar til þess að segja hvert öðru satt – og svo auðvitað Bláskjá og sígaunana.

Frumsýningardagur
8. febrúar, 2014

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið

Leikskáld
Tyrfingur Tyrfingsson

Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson

Tónskáld
Högni Egilsson

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Búningahönnuður
Brynja Björnsdóttir

Leikmynd
Brynja Björnsdóttir

Leikarar
Hjörtur Jóhann Jónsson
Arnmundur Ernst B. Björnsson

Leikkonur
Arndís Hrönn Egilsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
instagram.com/blaskjar