Ballið á Bessastöðum

Ballið á Bessastöðum

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
29. janúar 2011

Tegund verks
Söngleikur ætlaður börnum og unglingum

Nýtt og sprellfjörugt barnaleikrit um forseta, prinsessu, draug og landnámshænu. Byggt að hluta til á hinum geysivinsælu bókum höfundar, Ballinu á Bessastöðum og Prinsessunni á Bessastöðum.

„Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum eru ekki með hjartað á réttum stað.“

Forsetinn á Bessastöðum er að drukkna í skyldustörfum og bréfaflóði, en dreymir um að stýra gröfu, kynnast skemmtilegu fólki og borða pönnukökur. Hann fær í heimsókn kóng og drottningu, með barnabarnið sitt, prinsessuna. Þegar konungshjónin eru rokin af stað til að skoða íslenska náttúru halda forsetinn og prinsessan í ævintýralega för um fjöll og firnindi, til að koma mikilvægri kransaköku í réttar hendur. En ekki fer allt eins og til er ætlast – enda er gamall, hrekkjóttur bakaradraugur á kreiki og krefst athygli!

Ballið á Bessastöðum er nútímalegt ævintýri fyrir alla krakka, þar sem hinn frumlegi húmor höfundar nýtur sín vel. Tónlistin í verkinu er samin af Braga Valdimar Skúlasyni, höfundi hinnar vinsælu barnaplötu Gilligill.

Ef þú trúir því ekki að beljur kunni að syngja – komdu þá og sjáðu með eigin augum!

Höfundur
Gerður Kristný

Leikstjórn
Ágústa Skúladóttir

Leikari í aðalhlutverki
Jóhannes Haukur JóhannessonLeikkona í aðalhlutverki
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Baldur Ragnarsson
Hilmar Jensson
Jón Geir Jóhannsson
Kjartan Guðjónsson
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Leikkonur í aukahlutverkum
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Lára Sveinsdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Unnur Birna Björnsdóttir
Þórunn Lárusdóttir

Leikmynd
Guðrún Öyahals

Búningar
María Ólafsdóttir

Brúður
Bernd Ogrodnik

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Tónlist
Bragi Valdimar Skúlason

Hljóðmynd
Bessastaða-tríóið;
Baldur Ragnarsson
Jón Geir Jóhannsson
Unnur Birna Björnsdóttir
Halldór Snær Bjarnason
og leikhópurinn

Söngvarar
Edda Arnljótsdóttir
Hilmir Jensson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Kjartan Guðjónsson
Lára Sveinsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Danshöfundur
Ágústa Skúladóttir
og leikhópurinn