Atómstöðin – endurlit

Heiti verks
Atómstöðin – endurlit

Lengd verks
2:45

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Skáldsaga Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Atómstöðin var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948, enda fjallaði hún um mikið hitamál í íslensku samfélagi, herstöðvarmálið, sem snerist um „sölu landsins“ eða „þátttöku þjóðarinnar í vestrænu varnarsamstarfi“, eftir því hvar fólk skipaði sér í fylkingar. Verkið er þó ekki síður ástarsaga Uglu, bóndadóttur að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel, og Búa Árlands, þingmanns og heildsala.
Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor.

Halldór Laxness Halldórsson semur nýtt leikverk, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, þar sem þau nálgast skáldsögu Halldórs Laxness á ferskan og óvæntan hátt. Brugðið er nýju ljósi á umrót eftirstríðsáranna þar sem þjóð í litlu landi, mitt á milli Washington og Moskvu, stóð frammi fyrir stórum spurningum um framtíð sína. Í brennidepli í verkinu eru þjóðernisvitund og sjálfsmynd, tengsl litlu eyþjóðarinnar við umheiminn og hin eilífu átök auðstéttar og alþýðu.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
1. nóvember, 2019

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Halldór Laxness Halldórsson, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur, byggt á skáldsögu Halldórs Laxness

Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir

Tónskáld
Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðmynd
Aron Þór Arnarsson, Kristinn Gauti Einarsson, Gísli Galdur Þorgeirsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Mirek Kaczmarek

Leikmynd
Mirek Kaczmarek

Leikarar
Björn Thors
Arnmundur Ernst Backman
Hallgrímur Ólafsson
Stefán Jónsson
Snorri Engilbertsson
Oddur Júlíusson
Eggert Þorleifsson

Leikkonur
Ebba Katrín Finnsdóttir
Birgitta Birgisdóttir
Snæfríður Ingvarsdóttir
Hildur Vala Baldursdóttir
Edda Arnljótsdóttir

Söngvari/söngvarar
Snæfríður Ingvarsdóttir
Hildur Vala Baldursdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/atomstodin-endurlit