Ævintýri í Latabæ

Heiti verks
Ævintýri í Latabæ

Lengd verks
120 mín.

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Íbúar Latabæjar lenda í nýjum og æsispennandi ævintýrum á Stóra sviði Þjóðleikhússins!

Það er enginn latur í Latabæ og íbúarnir kappkosta að leggja rækt við það góða í sjálfum sér og lífinu. Í þetta skiptið lenda Íþróttaálfurinn, Solla stirða og vinir þeirra í ótrúlegum ævintýrum því nú hefur Glanna glæp tekist að margfalda sjálfan sig! Hann ætlar að breyta Latabæ í sannkallaðan Letibæ – að eilífu! Öll sund virðast lokuð og vinirnir verða að treysta á samvinnu og útsjónarsemi ef þeim á að takast að stöðva Glanna glæp og félaga hans.

Latibær hefur farið sigurför um heiminn, en kjarni þeirrar hugmyndafræði sem liggur sögunum um íbúa hans til grundvallar er að hvetja börn til heilbrigðra lífshátta. Þjóðleikhúsið sýndi leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 við miklar vinsældir og síðan þá hafa hundruð milljónir áhorfenda séð Latabæ á sviði og í sjónvarpi víðs vegar um heiminn. Nú eru íbúar Latabæjar mættir aftur á Stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu, fjörugir sem aldrei fyrr!

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
14. september, 2014

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Magnús Scheving, Máni Svavarsson, Ólafur S.K. Þorvaldz

Leikstjóri
Magnús Scheving, Rúnar Freyr Gíslason

Danshöfundur
Stella Rósenkranz

Tónskáld
Máni Svavarsson

Hljóðmynd
Nicolas Liebing og Máni Svavarsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
María Th. Ólafsdóttir

Leikmynd
Verkstæðið ehf. – Emil Pétursson

Leikarar
Arnmundur Ernst Backman, Dýri Kristjánsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson, Jónmundur Grétarsson, Oddur Júlíusson, Stefán Karl Stefánsson, Þórir Sæmundsson

Leikkonur
Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Rán Ragnarsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir

Söngvari/söngvarar
Arnmundur Ernst Backman, Dýri Kristjánsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson, Jónmundur Grétarsson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Oddur Júlíusson, Rán Ragnarsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórir Sæmundsson

Dansari/dansarar
Ástrós Guðjónsdóttir, Brynjar Dagur Albertsson, Ellen Margrét Bæhrenz, Hilmar Steinn Gunnarsson, Jasmín Dúfa Pitt, Jóna Kristín Birgisdóttir, Karl Hjaltason, Katrín Eyjólfsdóttir, Róbert Kristmannsson, Þórey Birgisdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is