Á milli stunda – ÉG BÝÐ MIG FRAM 3

Heiti sýningar:
Á milli stunda – ÉG BÝÐ MIG FRAM 3

Tegund verksins:
Sviðsverk,dansverk

Sviðssetning:
ÉG BÝÐ MIG FRAM

Leikskáld:
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Leikstjóri:
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Danshöfundur:
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Hljóðmynd:
Þórður Gunnar Þorvaldsson

Búningahönnuður:
Erna Bergmann

Leikmynd:
Kristinn Arnar Sigurðsson

Leikkona í aukahlutverki:
Ebba Katrín Finnsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Bryndís Ósk þ. Ingvarsdóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Leikari í aukahlutverki:
Almar Blær Sigurjónsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Birkir Blær Ingólfsson, Arnór Björnsson

Söngvari:
Kristinn Arnar Sigurðsson, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir,

Tónskáld:
Kristinn Arnar Sigurðsson

Dansari:
Aðalheiður Halldórsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Júlía Kolbrún Sigurðardóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir,

Lýsing:
„Á milli stunda“ er þriðja sýningin í örverka-seríunni ÉG BÝÐ MIG FRAM undir leikstjórn Unnar Elísabetar.
Að þessu sinni er hugmyndinni snúið við, og eru það listamenn sem bjóða sig fram til þess að flytja heildstæða sýningu samsetta úr örverkum eftir Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Sýningin er einnar sinnar tegundar á Íslandi og tvinnar saman dans, leik og söng í formi stuttra sviðsverka. Eins og nafnið bendir til um varpa örverkin ljósi á venjulegu stundirnar og fagna hversdagsleikanum á ljóðrænan og hugmyndaríkan hátt. Sýningin er færð yfir í óhefðbundið leikrými og áhorfendum gefst kostur á að ganga á milli einnar sögu til annarrar og upplifa þannig sitt eigið ferðalag. Sérstök augnablik, smásögur og einföld verkefni daglegs lífs eru sett á stall og endurtekin aftur og aftur.
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta og menningarmálaráðuneytinu.
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson