Mein Kampf

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið

Frumsýning
23. september 2006

Tegund verks
Leiksýning

Hárbeittur og meinfyndinn gamanleikur um sambýli gyðingsins Slómó og Adolfs Hitlers, er hann kemur úr sveitinni til Vínarborgar í þeim erindagjörðum að nema málaralist við Listaakademíuna þar í borg. Höfnun inntökunefndar er alger.

Áfallið reynist Hitler andleg ofraun og við tekur ótrúleg saga vináttu og ástar þar sem gyðingurinn gengur hinum unga, óharðnaða og heimska utanbæjarlepp í móðurstað og kveikir hjá honum hugmyndir um pólitískan frama. Þegar Slómó áttar sig loks á hrikalegri tortímingaráráttu Hitlers er það of seint því að þessi Hitler er ekki lengur einn.

Svört kómedía eftir George Tabori, eitt merkasta leikskáld síðustu aldar.

Höfundar
Goerge Tabori

Þýðandi
Gísli Rúnar Jónsson

Leikstjóri
Hafliði Arngrímsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Bergur Þór Ingólfsson
Þór Tulinius

Leikkona í aðalhlutverki
Marta Nordal

Leikarar í aukahlutverkum
Björn Ingi Hilmarsson
Guðmundur Ólafsson

Leikkona í aukahlutverki
Hanna María Karlsdóttir

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Lárus Björnsson

Hljóðmynd
Sigurvald Ívar Helgason