Allt sem er frábært

Heiti verks
Allt sem er frábært

Lengd verks
1 klukkustund og 30 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Gleðileikur um depurð
Allt sem er frábært er einstök upplifun sem fær fólk til að
hlæja þar til það skilur hvers vegna það grætur. Í þessum
sérstæða einleik gerir Valur Freyr Einarsson lista yfir allt sem er
frábært í heiminum. Með aðstoð áhorfenda, sem taka virkan
þátt í sýningunni, gerir hann atlögu að depurðinni og
lífsleiðanum – og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís
með dýfu.
Leikritið, sem er eftir Duncan Macmillan (1984, Andaðu,
Fólk, staðir og hlutir) hefur verið leikið um allan heim og gefið
áhorfendum í tugþúsundatali nýja sýn á lífið og tilveruna.

Sviðssetning
Borgarleikhus – Leikfélag Reykjavíkur

Frumsýningardagur
14. september, 2018

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús – Litla svið

Leikskáld
Duncan Macmillan

Leikstjóri
Ólafur Egill Egilsson

Hljóðmynd
Baldvin Þór Magnússon

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
Brynja Björnsdóttir

Leikmynd
Brynja Björnsdóttir

Leikarar
Valur Freyr Einarsson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is