Bláa gullið

Bláa gullið

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Opið út

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið

Frumsýning
10. október 2009

Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum

Út frá sjónarhorni trúðsins er vatn skoðað á einlægan en trúðslegan hátt. Hvert ætli sé eðli vatns? Hvað er svona merkilegt við það? Hvað er úthaf og hvað er tár, hvað er foss og regn? Hvaðan kemur vatn og hvert fer það? Trúðnum er ekkert óviðkomandi og hann hikar ekki að leggja fram spurningar og vangaveltur um allt milli himins og jarðar.

Trúðarnir halda í rannsóknarleiðangur um undraheima vatnsins sem endalaust er hægt að skoða, undrast og skemmta sér yfir. Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður og Gjörningaklúbburinn skapa sýningunni töfrandi umgjörð með nýstárlegri hjóð- og sviðsmynd. Sýningin er fræðandi og forvitnileg fyrir pælandi unglinga, en fyrst og fremst bráðskemmtileg trúðasýning fyrir alla fjölskylduna.

Höfundar
Charlotte Böving
María Pálsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Víkingur Kristjánsson

Leikstjóri
Charlotte Böving

Leikari í aðalhlutverki
Víkingur Kristjánsson

Leikkonur í aðalhlutverki
María Pálsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir

Leikmynd
Íslenski gjörningaklúbburinn
Eirún Sigurðardóttir
Jóni Jónsdóttir
Sigrún Hrólfsdóttir

Búningar
Íslenski gjörningaklúbburinn
Eirún Sigurðardóttir
Jóni Jónsdóttir
Sigrún Hrólfsdóttir

Lýsing
Kjartan Þórisson

Tónlist
Ragnhildur Gísladóttir