HEIÐURSVERÐLAUN Leiklistarsambands Íslands árið 2005 hlaut Jón Sigurbjörnsson, söngvari, leikari og leikstjóri fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi.
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Jóni verðlaunin við mikið lófatak áhorfenda sem risu úr sætum og hylltu þennan fjölhæfa listamann. Ólafur Ragnar færi Jóni þakkir frá þjóðinni fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi. Þakkarræða Jóns var bráðskemmtileg og er hún sú lengsta í sögu Grímunnar til þessa.
< Fyrri | Næsta > |
---|