≈ [um það bil]

Heiti verks
≈ [um það bil]

Lengd verks
2 og hálf klst.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í senn.

Hvað færðu há laun fyrir vinnu þína? Í þágu hvers ertu að vinna? Í þessu nýja verki kynnumst við fjölskrúðugum hópi fólks þar sem hver og einn glímir við markaðslögmálin með sínum hætti.

Margrét lætur sig dreyma um að sleppa út úr hagkerfinu, Máni vill rústa því. Andrej vill fá vinnu, Freyja vill hefnd. Þau fjárfesta í frímerkjum og furuhnetum, draumórum og ilmvötnum, barnavögnum og hugsjónum.

Hvernig hefur hagkerfið sem við lifum í áhrif á okkur, á það hvernig við horfum á hlutina, hvernig við notum tungumálið, hvernig við beitum líkama okkar?

≈ [um það bil] er í senn bráðfyndið og ágengt verk þar sem er leitast við að veita áhorfendum sem fjárfest hafa í leikhúsupplifun kvöldsins hæsta mögulega skemmtunarvirði á hvern keyptan miða. Hvað þarf raunverulega til, til þess að leikrit sé miðaverðsins virði?

Verkið var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á liðnu hausti og hefur notið gífurlegra vinsælda í Svíþjóð.

Nístandi gamanleikur um markaðslögmálin sem sumir segja að stjórni öllu.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
29. desember, 2015

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Jonas Hassen Khemiri

Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir

Tónskáld
Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðmynd
Gísli Galdur Þorgeirsson, Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Eva Signý Berger

Leikarar
Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikkonur
Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir

Söngvari/söngvarar
Oddur Júlíusson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is