EFTIRFARANDI sviðslistamenn eru handhafar Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna 2003.
Gríman var afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu og í beinni útsendingu Sjónvarpsins þann 16. júní 2003. Alls voru veitt verðlaun í 15 flokkum leiklistar auk áhorfendaverðlauna og heiðursverðlauna Leiklistarsambands Íslands sem Sveinn Einarsson, leikstjóri, leikskáld og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri hlaut.
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Sveini þessi fyrstu heiðursverðlaun Grímunnar og áhorfendur í Þjóðleikhúsinu risu úr sætum og klöppuðu vel og lengi til að heiðra þennan brautryðjanda innan sviðslista á Íslandi. Ólafur Ragnar færði honum þakkir frá þjóðinni fyrir frumkvöðlastarf á sviði menningar og lista og Sveinn þakkaði fyrir sig á einstakan og fágaðan hátt með flutningi á frumsömdu ljóði.
Sýning ársins var valin leiksýningin Kvetch eftir Steven Berkoff í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem Leikhópurinn Á senunni setti upp í Vesturporti. Sýningin var síðan færð á Nýja svið Borgarleikhússins. Edda Heiðrún Backman hlaut grímuna fyrir hlutverk sitt í sýningunni og Ólafur Darri Ólafsson einnig. Stefán Jónsson hlaut grímuna fyrir leikstjórn.
SÝNING ÁRSINS
Leiksýningin Kvetch eftir Steven Berkoff í sviðsetningu Leikhópsins Á senunni. Leikstjórn annaðist Stefán Jónsson.
LEIKSKÁLD ÁRSINS
Þorvaldur Þorsteinsson fyrir leiksýninguna And Björk, of course... í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Stefán Jónsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni.
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Veislan í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Edda Heiðrún Backman fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni og fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hægan Elektra í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Kvetch í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni og fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rómeó og Júlía í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Edda Heiðrún Backman fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Kryddlegin hjörtu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
LEIKMYND ÁRSINS
Sigurjón Jóhannsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Sölumaður deyr í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
BÚNINGAR ÁRSINS
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Rómeó og Júlía í sviðssetningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
LÝSING ÁRSINS
Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Hægan Elektra í sviðssetningu Þjóðleikhússins, fyrir lýsingu í leiksýningunni Veislan í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir lýsingu í leiksýningunni Grettissaga í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins.
TÓNLIST ÁRSINS
Hjálmar H. Ragnarsson fyrir tónlist í leiksýningunni Cyrano í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
DANSVERÐLAUN ÁRSINS
Erna Ómarsdóttir, dansari fyrir hlutverk sitt í dansleikhússsýningunni Eva í þriðja veldi í sviðssetningu Dansleikhúss með ekka.
DANSSÝNING ÁRSINS
Eva í þriðja veldi eftir Ernu Ómarsdóttur, Karen Maríu Jónsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur í sviðssetningu Dansleikhúss með ekka.
BARNASÝNING ÁRSINS
Leiksýningin Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn í sviðsetningu Möguleikhússins. Leikstjórn annaðist Peter Holst.
ÚTVARPSVERK ÁRSINS
Útvarpsleikritið Stoðir samfélagsins eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Braga og í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur.
HEIÐURSVERÐLAUN LEIKLISTARSAMBANDS ÍSLANDS
Sveinn Einarsson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista.
ÁHORFENDAVERÐLAUNIN (Sýning ársins að mati áhorfenda)
Sellofon eftir Björk Jakobsdóttur í sviðssetningu Himnaríkis. Leikstjórn annaðist Ágústa Skúladóttir.
Næsta > |
---|