UPPSKERUHÁTÍÐ sviðslista á Íslandi 2006 verður haldin í Borgarleikhúsinu föstudaginn 16. júní.
Stemmningin verður svakaleg, sveitt og suðræn og þar verða öll þau sem eitthvað eru og munu verða í leiklistarheiminum saman komin til þess að skemmta sér og öðrum, þakka hvort öðru samstarfið og veita þeim viðurkenningar sem þóttu skila framúrskarandi starfi; hefja til hæstu hæða það sem vel var gert og reyna að læra af því sem ekki gekk upp en umfram allt hvetja hvort annað til frekari dáða og leggja á ráðin um framtíðina. Svo verður allt í beinni í Sjónvarpinu. Stuð að hætti hússins.
Þarna verður Þjóðleikhússgengið og Borgarleikhússmafían, þarna verður sjálfstæða liðið, frjálsi hópurinn og landsbyggðar pakkið. Þarna verður elítan og pönkdeildin ásamt útbrunnum og nýbrunnum pólitíkusum, pótintátum ríkisins, viðskiptasnillingum og öðrum almennum listasnillingum. Þetta verður skemmtileg hátíð að loknu frábæru leikári - Uppskeruhátíð!
< Fyrri |
---|