Efnisyfirlit

  • Forsíða
  • Fréttir
  • Um Grímuna
  • Leikárið 2011-12
  • Gagnasafn
  • Um Leiklistarsambandið
  • Skráning sýninga
  • Theatre in Iceland

Samstarfsaðilar

stod2_01

sagafilm_01

Þjóðleikhúsið
Borgarleikhúsið
Leikfélag Akureyrar
Íslenska óperan
Íslenski dansflokkurinn
Sjálfstæðu leikhúsin
Félag íslenskra leikara
Félag leikskálda og handritshöfunda
Félag tæknifólks í rafiðnaði
Útvarpsleikhúsið
Sjónvarpið

Listaháskóli Íslands

leikhus.is

Forsíða Fréttir Vigdís sendiherra leiklistar á heimsvísu

Vigdís sendiherra leiklistar á heimsvísu

kamagra kautablettencialis super active
argaiv1928

Share/Save/Bookmark

vigdisÍ september 2008 sæmdi Alþjóða leiklistarstofnunin (ITI), Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands og fyrrum leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, titlinum "Sendiherra leiklistar í heiminum" - World Theatre Ambassador. Vigdís varð þar með fyrst allra til að hljóta þessa heiðursnafnbót við hátíðlega athöfn á lokakvöldi allsherjarþings ITI sem haldið var í Madríd á Spáni, en stofnunin fagnaði jafnframt 60 ára afmæli á árinu.

Við sama tækifæri voru einnig sex aðrir heimsþekktir leiklistarfrömuðir víðs vegar að úr veröldinni sæmdir sama titli. Þau eru:
Ellen Stewart leikstjóri frá Bandaríkjunum og stofnandi La Mama leikhússins í New York, Vaclav Havel leikskáld og fyrrum forseti Tékklands, rússneski leikstjórinn Anatoli Vassiliev, leikskáldið og nóbelsverðlaunahafinn Wole Soyinka frá Nígeríu, breska leikskáldið Arnold Wesker og indverska leikskáldið Girish Karnad. Auk þeirra hefur Augusto Boal leikstjóri og leikskáld einnig verið sæmdur nafnbótinni, en hann lést í maí 2009.

Þau Vigdís og Vaclav Havel hafa hist bæði sem þjóðarleiðtogar og á vettvangi leikhússins. Alþjóða leiklistarstofnunin færir rök fyrir valinu með því að hver sendiherra hafi ýmist í starfi, með nærveru sinni eða með því að ljá nafn sitt góðum málstað stuðlað að því að ná markmiðum stofnunarinnar sem eru að efla vægi leiklistar í heiminum. Tengsl þeirra við ITI sé gömlum félögum og nýjum uppspretta nýrra hugmynda.

Viðar Eggertsson, forseti Leiklistarsambands Íslands, hefur undanfarin sex ár setið í stjórn ITI en lét af störfum á þinginu. Hann var viðstaddur athöfnina þegar Vigdísi var veittur þessi mikli heiður, ásamt Steinunni Knútsdóttur, ritara LSÍ og Irmu Gunnarsdóttur, gjaldkera LSÍ.

Vigdís hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands á Grímuhátíðinni 2006 í Borgarleikhúsinu. Leiklistarsamband Íslands og Gríman - Íslensku leiklistarverðlaunin óska Vigdísi okkar hjartanlega til hamingju með heiðursnafnbótina "Sendiherra leiklistar á heimsvísu" og þakka ómetanlegan stuðning hennar við leiklist á Íslandi.

< Fyrri   Næsta >
Gríman - Íslensku sviðslistaverðlaunin   |   Tjarnarbíó   |   Tjarnargötu 12   |   101 Reykjavík   |   griman@griman.is

©2006-2011 Hringbrot