HEIÐURSVERÐLAUN Leiklistarsambands Íslands árið 2004 hlaut Sigríður Ármann, frumherji danslistar og danskennslu, fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarf í þágu listdans á Íslandi. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grimsson, afhenti Sigríði Grímuna við dynjandi lófatak gesta Borgarleikhússins sem risu úr sætum til að hylla þennan frumkvöðul á sviði danslistar á Íslandi.
Ólafur Ragnar færði henni þakkir frá þjóðinni fyrir einstakt brautryðjendastarf og dansarar úr ballettskóla Sigríðar Ármann dönsuðu klassískan ballett henni til heiðurs.
< Fyrri | Næsta > |
---|