EFTIRFARANDI sviðslistamenn eru handhafar Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna 2005.
TILNEFNINGAR til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna 2005 voru gerðar opinberar á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 6. júní 2005. Forseti Íslands, sem jafnframt er verndari Grímunnar afhenti þeim listamönnum viðurkenningar er tilnefningar hlutu. Tilnefningar sem sýning ársins 2005 hlutu Draumleikur, Héri Hérason, Hýbýli vindanna, Mýrarljós og Úlfhamssaga.
HEIÐURSVERÐLAUN Leiklistarsambands Íslands árið 2004 hlaut Sigríður Ármann, frumherji danslistar og danskennslu, fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarf í þágu listdans á Íslandi. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grimsson, afhenti Sigríði Grímuna við dynjandi lófatak gesta Borgarleikhússins sem risu úr sætum til að hylla þennan frumkvöðul á sviði danslistar á Íslandi.
EFTIRFARANDI sviðslistamenn eru handhafar Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna 2004.